Wolfang

Allt fyrir Forsetann

Afsögn


Maó Norðursins hefur sagt af sér. Wolfang vill heldur ekki vera Gunnlaugur Ormstunga eða Egill Skallagrímsson. Wolfang vill bara vera Gunnar á Hlíðarenda og skutla laxana hans Gunnars á Hrauni, enda hefur hann ekki undan að landa þeim. Og á meðan hann þræðir maðki á krókinn á ljótu stönginni, stendur Wolfang í öllum herklæðum til hnés útí ánni skutla löxunum fimlega alla leið upp að bílnum  hans sem er aðeins fallegri en stöngin, en ekki eins fallegur og háfurinn. Pólitíkusar verða að leita ráða hjá Ingólfi Bárðarsyni í staðin, enda veit hann allt. Wolfang getur  auðvitað ekki heldur verið að standa í virkjanaframkvæmdum samtímis sem Wolfang er í laxveiði og verður auðvitað Gústi Morthens að taka það að sér. Það gefur honum náttúrulega gott tækifæri til að selja maðka til veiðimanna sem nú sjá fyrir sér ný stöðuvötn í hundraðatali um allt landið. Það yrði hægt að koma öllum trilluflota íslendinga fyrir á þessum vötnum og gera út á silung og bleikju og þar með leysa þennan hnút sem er á kvótakerfinu. Það er betra fyrir Wolfang en að vera Maó og gefa út bækur til hægri og vinstri.
Þetta veit Wolfang

8. október 2009 kl. 00:15 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.