Wolfang

Allt fyrir Forsetann

Djöfulsskapur


Wolfang hafði eiginlega hugsað sér að blogga um djöfulskap sem er að færast í aukana á Íslandi þessa dagana. Hann tekur á sig allskonar myndir, þessi djöfulskapur. Ein er að berja lögreglumenn, önnur að berja  dópsala sem ekki gera upp, þriðja að berja dópara sem ekki dópa nógu mikið, fjórða að berja dópara sem ekki borga, fimmta að berja dópara sem vilja ekki selja dóp, sjötta að berja dópara sem selja of lítið, áttunda að berja dópara sem berja dópara, níunda að berja dópara sem flytja inn dóp sjálfir, tíunda að berja dópara sem berja dópsala. Boðorðin 10 á Íslandi í dag eða hvað. En Wolfang hefði  heldur viljað blogga um Dakar rallíið sem fór í hundana út af hryðjuverkahótunum. En sem sagt, nú stjórna hryðjuverkamenn og dópsalar hvað við gerum og gerum ekki. Ekki Wolfang. Wolfang tekur ekki þátt í því að láta þennan djöfulskap ráð ferðinni í sínu lífi. Lögreglustjórinn í Keflavík sagði í Útvarpinu að lögreglan gæti ekki skoðað fólk . Della!. Fólk og passar eru skoðaðir um alla Evrópu. Fólk er stoppað í vegartálmum og látið gera grein fyrir ferðum sínum og öll skilríki skoðuð. Völd lögreglunnar hafa ekki minkað. Þvert á móti. Allt annað eru bara undanbrögð vegna vanmáttar og/eða vankunnáttu um þá möguleika sem samningar gefa okkur. Ítalir hentu Rúmenum út vegna þess að lög og reglur sambandsins leifa það. Hlustið á Romano Proti. Hann kann lög og reglur sambandsins og notar þær óspart. Lesið reglurnar og notið þær út í það ýtrasta og hætta að grenja um að þið séu bundnir í báðar hendur. Kerlingagagg!! Og Wolfang vill fá Dakar rallíið hingað. Það komast engir hryðjuverkamenn inn í  landið  til að trufla það nema þeim sé sleppt inn með vilja eða vangetu lögreglu.  Það eru bara dópsmyglarar,þjófar,mafíosar og svipað hyski sem hafa leifi lögreglu til að sleppa inn í landið!!

Og þetta veit Wolfang !!

8. október 2009 kl. 00:32 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.