Wolfang

Allt fyrir Forsetann

Sex-varahlutir


Wolfang renndi í gegnum nokkrar borgir í Þýskalandi um daginn. Það er svo sem ekki í frásögu færandi ef ekki væri fyrir að í hvert sinn sem Wolfang kom inn í bíla varahlutaverslanir í þessum borgum, taka á móti Wolfang hálfberar, kornungar dömur. Þegar betur er að gáð, sjást þær allstaðar í búðinni. Þær eru úr pappír, plasti, málmþynnum og öllu sem hægt er að festa hálfberar dömur á. Sama er með heimasíður þessara fyrirtækja, það sést varla skrúfa auglýst þar án þess að ekki sé mynd af hálfnakinni dömu á sömu síðu. Wolfang fær það á tilfinninguna að Þjóðverjar hugsi ekki um annað enn sex og aftur sex. Líka hefur Wolfang það einhvernvegin á tilfinningunni að Wolfang sé að borga fyrir sex án þess að vita af hverju. Getur verið að öll þýska þjóðin hafi ekki meira hugmyndaflug í markaðssetningu en að líma stelpu á alla hluti sem á að selja. Wolfang sér þetta líka í auglýsingum dagblaðanna, meira eða minna berar dömur. Wolfang hefur hvergi séð þetta nema á Selfossi, í veiðibúðinni þar. Og hún var að auglýsa maðka!!.

Þetta meinar Wolfang

8. október 2009 kl. 00:23 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.