Wolfang

Allt fyrir Forsetann

Spánarsvindl


Norskur kunningi Wolfangs hafði loksins samband eftir langa fjarveru.  Hann var þó ekki eins kampakátur og áður og bara eiginlega miður sín. Sagðist hafa keypt splunku nýja íbúð  með húsgögnum í Torrevega eða hvað það nú heitir þarna á Spáni. Borgaði fullt af peningum fyrir  svokallaða draumahæð sem svo við afhendingu var orðinn að martröð. Íbúð og húsgögn voru full af myglu og  veggirnir eins og blautur svampur, klósettin stífluð og ekki von á öðru þar sem skolpleiðslur voru lagðar í vinkil undir húsinu enda voru allar skolplagnir í götunni líka stíflaðar. Ofaná allt er botninn dottinn úr þessum markaði og bankar og kaupendur eru nú þegar búnir að tapa útborguninni og geta víst búast við at tapa 40% í viðbót bara á þessu og önnur 40% á næsta ári. Er þá 0% eftir. Fólk lætur endalaust draga sig á asna eyrunum alveg eins og Nígeríu asnarnir gera við Evrópubúa. Fólki er ekki viðbjargandi og við hin hlæjum af þessum gróðafíklunum sem alltaf tapa á endanum. Og við reyndar líka!!
Wolfang veit þetta

8. október 2009 kl. 00:42 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.