Wolfang

Allt fyrir Forsetann

http://forseti.is/Frettatilkynningar/Skjol/Greinargerdogbref/

Fréttatilkynningar  Skjol  Greinargerð og bréf

BIRTING BRÉFA FRÁ FORSETA
GREINARGERÐ

Forseti hefur ákveðið að birta á heimasíðu forsetaembættisins forseti.is átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send og koma þannig til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf eru til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga.

Hin bréfin níu eru öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti. Birting slíkra bréfa fáeinum misserum eða árum eftir að þau voru send væri algjör stefnubreyting í samskiptum Íslands við önnur ríki og ekki í samræmi við þær siðareglur sem gilda í samskiptum ríkja. Í þeim ríkjum sem Ísland hefur helst samstarf við eru lög og reglur sem takmarka mjög eða beinlínis hindra birtingu slíkra bréfa eða gagna fyrr en eftir langt árabil.

Ef bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forráðamanna ríkja sem enn eru í viðkomandi embættum yrðu birt, gæti það orðið stefnumótandi fyrir íslenska stjórnkerfið í heild, bæði ráðherra, ráðuneyti og aðrar æðstu stofnanir ríkisins. Forseti telur að hann geti ekki einn og sér tekið ákvörðun um slíka stefnubreytingu. Hún yrði að vera niðurstaða af breiðu samkomulagi íslenskra stjórnvalda enda hefði hún víðtæk áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki um langa framtíð.
Bréfin sem ekki falla undir þessa skilgreiningu og eru nú birt á heimasíðu forsetaembættisins, forseti.is, eru:

1. Bréf til Jiang Zemin fyrrum forseta Kína um samstarf Íslands og Kína og boð um heimsókn til Íslands.
2. Bréf til fyrrum kjörræðismanns Íslands í Pétursborg, Björgólfs Thors Björgólfssonar, með þökkum fyrir framlag ræðisskrifstofunnar til opinberrar heimsóknar forseta til Rússlands.
3. Bréf til Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanns í Bandaríkjunum um samstarf Íslands við Alaska.
4. Bréf til Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna um ýmis samstarfsverkefni í framhaldi af viðræðum á Bessastöðum.
5. Bréf til Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um orkumál, loftslags-breytingar og heimsókn til Íslands.
6. Bréf til Shri Palaniappan Chidambaram fyrrum fjármálaráðherra Indlands í tilefni af heimsókn hans til Íslands í boði Árna Mathiesens fjármálaráðherra.
7. Bréf til Mani Shankar Ayiar fyrrum ráðherra íþrótta- og æskulýðsmála á Indlandi með þökkum fyrir kvöldstund á heimili hans.
8. Bréf til Leon Black forstjóra Apollo vegna óska hans um samstarf við banka og fjárfestingarfyrirtæki sem vilji sérhæfa sig í nýtingu jarðhita og orkuvinnslu í Bandaríkjunum.

Til fróðleiks skal ítrekað að forsetaskrifstofan skilgreindi ósk Rann¬sóknarnefndarinnar eins víðtækt og frekast var unnt en þó fundust aðeins þrettán bréf í bréfasafni forsetaembættisins á árabilinu 2000-2008  þar sem banka var getið auk þeirra fjögurra bréfa sem Rannsóknarnefndin bað um. Á þessu árabili sendi forseti alls 3192 bréf til fjölmargra aðila, bæði innlendra og erlendra, um margvísleg efni.

Letur: St�kka letur Minnka letur

© Office of the President of Iceland 2006
Office address: Sóleyjargötu 1, IS-101 Reykjavík. Tel.: +354 540 4400. Fax: +354 562 4802. E-mail:  president@president.is

24. október 2009 kl. 14:33 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Engin ummæli

Engin ummæli fram að þessu.

Lokað er fyrir ummæli.