Wolfang

Allt fyrir Forsetann

Flöskuglamur


Mér var sagt  að það hefði verið flöskuglamur frá nokkrum Selfyssingum sem eins og venjulega á þessum árstíma, fara til Reykjavíkur og hirða flöskur úr sorptunnum til að gefa bágstöddum Fyssingum  andvirði þeirra  að gjöf. Þessir menn kallast  jólasveinar  og gjöfin  jólagjöf.  Bara svo að  þið vitið það.

Wolfang

7. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Inn og út og alltaf…….

Stikkfrí

Nú hafa þessi svokölluðu “innheimtufyrirtæki” orðið fyrir því að vera afklædd opinberlega hér og þó sérstaklega í Noregi þar sem þeir voru sagaðir niður við rót og seinna var rótin rifin upp líka. Ég hef bent á þetta í mörg ár í Noregi og í seinni tíma á Íslandi. Eins og kunninginn sem sýndi mér afrit af kröfu upp á  5000kr. sem  voru  komnar í 198.000kr. á rúmlega 4 mánuðum. Þetta hefur liðist allt of lengi og er gott að vita að stjórnvöld á Skandinavíu eru loksins að loka fyrir þessa okustarfsemi í nafni annarra.

Wolfang

7. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Voff!!!

Dagur og Gabríella eru búin að fá einn lítinn. Það eitt og sér er svo sem ekkert merkilegt ef bara þessi litli væri ekki kettlingur! Bara svona allt í einu var kominn kettlingur, grár og hvítur og óskaplega fallegur hosóttur 7 vikna högni. Þessi litlu grei eru fædd með eðlishvatir sem halda þeim lifandi hvar sem þeir nú lenda í þessum harða stóra heimi.Mun Wolfang blogga vikulega um þennan Sokka svo hinir Wolfangarnir geti fylgst með framförum og framferði hanns á heimilinu næstu mánuði og ár.

Skrifað fyrir Wolfang

7. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli