Wolfang

Allt fyrir Forsetann

Djöfulsskapur


Wolfang hafði eiginlega hugsað sér að blogga um djöfulskap sem er að færast í aukana á Íslandi þessa dagana. Hann tekur á sig allskonar myndir, þessi djöfulskapur. Ein er að berja lögreglumenn, önnur að berja  dópsala sem ekki gera upp, þriðja að berja dópara sem ekki dópa nógu mikið, fjórða að berja dópara sem ekki borga, fimmta að berja dópara sem vilja ekki selja dóp, sjötta að berja dópara sem selja of lítið, áttunda að berja dópara sem berja dópara, níunda að berja dópara sem flytja inn dóp sjálfir, tíunda að berja dópara sem berja dópsala. Boðorðin 10 á Íslandi í dag eða hvað. En Wolfang hefði  heldur viljað blogga um Dakar rallíið sem fór í hundana út af hryðjuverkahótunum. En sem sagt, nú stjórna hryðjuverkamenn og dópsalar hvað við gerum og gerum ekki. Ekki Wolfang. Wolfang tekur ekki þátt í því að láta þennan djöfulskap ráð ferðinni í sínu lífi. Lögreglustjórinn í Keflavík sagði í Útvarpinu að lögreglan gæti ekki skoðað fólk . Della!. Fólk og passar eru skoðaðir um alla Evrópu. Fólk er stoppað í vegartálmum og látið gera grein fyrir ferðum sínum og öll skilríki skoðuð. Völd lögreglunnar hafa ekki minkað. Þvert á móti. Allt annað eru bara undanbrögð vegna vanmáttar og/eða vankunnáttu um þá möguleika sem samningar gefa okkur. Ítalir hentu Rúmenum út vegna þess að lög og reglur sambandsins leifa það. Hlustið á Romano Proti. Hann kann lög og reglur sambandsins og notar þær óspart. Lesið reglurnar og notið þær út í það ýtrasta og hætta að grenja um að þið séu bundnir í báðar hendur. Kerlingagagg!! Og Wolfang vill fá Dakar rallíið hingað. Það komast engir hryðjuverkamenn inn í  landið  til að trufla það nema þeim sé sleppt inn með vilja eða vangetu lögreglu.  Það eru bara dópsmyglarar,þjófar,mafíosar og svipað hyski sem hafa leifi lögreglu til að sleppa inn í landið!!

Og þetta veit Wolfang !!

8. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Sex-varahlutir


Wolfang renndi í gegnum nokkrar borgir í Þýskalandi um daginn. Það er svo sem ekki í frásögu færandi ef ekki væri fyrir að í hvert sinn sem Wolfang kom inn í bíla varahlutaverslanir í þessum borgum, taka á móti Wolfang hálfberar, kornungar dömur. Þegar betur er að gáð, sjást þær allstaðar í búðinni. Þær eru úr pappír, plasti, málmþynnum og öllu sem hægt er að festa hálfberar dömur á. Sama er með heimasíður þessara fyrirtækja, það sést varla skrúfa auglýst þar án þess að ekki sé mynd af hálfnakinni dömu á sömu síðu. Wolfang fær það á tilfinninguna að Þjóðverjar hugsi ekki um annað enn sex og aftur sex. Líka hefur Wolfang það einhvernvegin á tilfinningunni að Wolfang sé að borga fyrir sex án þess að vita af hverju. Getur verið að öll þýska þjóðin hafi ekki meira hugmyndaflug í markaðssetningu en að líma stelpu á alla hluti sem á að selja. Wolfang sér þetta líka í auglýsingum dagblaðanna, meira eða minna berar dömur. Wolfang hefur hvergi séð þetta nema á Selfossi, í veiðibúðinni þar. Og hún var að auglýsa maðka!!.

Þetta meinar Wolfang

8. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Afsögn


Maó Norðursins hefur sagt af sér. Wolfang vill heldur ekki vera Gunnlaugur Ormstunga eða Egill Skallagrímsson. Wolfang vill bara vera Gunnar á Hlíðarenda og skutla laxana hans Gunnars á Hrauni, enda hefur hann ekki undan að landa þeim. Og á meðan hann þræðir maðki á krókinn á ljótu stönginni, stendur Wolfang í öllum herklæðum til hnés útí ánni skutla löxunum fimlega alla leið upp að bílnum  hans sem er aðeins fallegri en stöngin, en ekki eins fallegur og háfurinn. Pólitíkusar verða að leita ráða hjá Ingólfi Bárðarsyni í staðin, enda veit hann allt. Wolfang getur  auðvitað ekki heldur verið að standa í virkjanaframkvæmdum samtímis sem Wolfang er í laxveiði og verður auðvitað Gústi Morthens að taka það að sér. Það gefur honum náttúrulega gott tækifæri til að selja maðka til veiðimanna sem nú sjá fyrir sér ný stöðuvötn í hundraðatali um allt landið. Það yrði hægt að koma öllum trilluflota íslendinga fyrir á þessum vötnum og gera út á silung og bleikju og þar með leysa þennan hnút sem er á kvótakerfinu. Það er betra fyrir Wolfang en að vera Maó og gefa út bækur til hægri og vinstri.
Þetta veit Wolfang

8. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli

Wolfang er Mao Norðursins


Ég verð Mao Tse Tung Norðursins og mun alltaf hafa rétt fyrir mér. Ég ætla að skrifa bók sem allir lesa af því að það verður skilda í Landinu. Ég verð Gunnlaugur Ormstunga og Egill Skallagrímsson í orði og riti og fæ Nóbels verðlaun og frægð. Ég verð Gunnar á Hlíðarenda og Gunnar á Hrauni með spjótið  og  ljótu veiðistöngina  að  vopni. Ég verð alvitur eins og Gvendur Eilífi og Ingólfur Bárðarson. Pólitíkusar og forstjórar munu leita ráða hjá mér. Ég verð virkjanasmiður, ekki af því að við þurfum fleiri, nei út af því að allir gera það. Þetta verður mikið svona á einu ári, en ef Gústi Morthens hjálpar til mun þetta ganga eins og ekkert. Þetta líkist mjög kosningaloforðum í annarlegu formi og erfitt að sjá samhengi eða markmið, en það reddast seinna, bera ég verði frægur.

Wolfang

8. október 2009 | Eyjólfur Jónsson | Bloggarar | Engin ummæli